Skilmálar


Vörur í netverslun eru handverk/listmunir unnir af Jóhanni Eyvindssyni, ýmist upprunaleg verk samkvæmt lýsingu. Varan er handverk sem ekki er fjöldaframleidd eftir gæðastöðlum heldur listsköpun.

Samkvæmt lögum er ekki virðisaukaskattur á verkunum.

Hægt er að greiða með greiðslukorti í netverslun eða skv. samkomulagi með korti við afhendingu í posa, með millifærslu eða peningagreiðslu.

Seljandi er Jóhann Eyvindsson, 141274-3929, með lögheimili í Reykjavík og starfsstöð í Þorláksgeisla 49, 113 Reykjavík. Netfang er: joieyvinds@gmail.com.

Kvartanir, ábendingar, fyrirspurnir eða aðrar athugasemdir vegna vöru skulu berast í tölvupósti. Kaupandi getur óskað þess að skoða vöruna áður en kaup eru framkvæmd til að ganga úr skugga um að viðkomandi líki varan, enda um listsköpun að ræða. Það er á ábyrgð kaupanda að kynna sér vöruna vel áður en gengið er frá kaupum því skilaréttur er eins takmarkaður og reglur heimila, 14 dagar. Réttur til skila miðast við gildandi reglur hverju sinni og komi til skila skal skila vörunni í upprunalegu ástandi á starfsstöð seljanda eða samkvæmt samkomulagi. Kaupandi ber allan kostnað við vegna sendingar. Ekki er hægt að skila sérpöntunum. Áskilinn er réttur til að gera og selja eftirprentanir verka í takmörkuðu upplagi. Komi upp ágreiningur er hægt að bera málið undir Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Rísi upp dómsmál vegna ágreinings skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Afgreiðslutími pantana er að jafnaði fimm virkir dagar. Val er um að sækja vöruna eða fá hana senda gegn gjaldi. Pantanir eru ekki afgreiddar fyrr en kaupandi hefur sannarlega innt greiðslu af hendi.

Engar persónuupplýsingar eru geymdar eða notaðar af söluaðila umfram það sem þarf til að ganga frá sölu, andhenda vöruna réttmætum kaupanda hennar og eiga samskipti við hann vegna viðskiptanna auk þess að standa skil á skráningu viðskipta gagnvart skattayfirvöldum og opinberum stofnunum skv. gildandi reglum hverju sinni. Upplýsingar um kaupendur eru ekki notaðar í markaðslegum tilgangi og ekki afhendar aðilum eða stofnunum sem ekki hafa lagalegan rétt til afhendingar þeirra sbr. skatta og skildur seljanda oþh. Notendur í netverslun geta afskráð sig að loknum kaupum.